Myndbirting skaðsemi haftanna

Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX
Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX mbl.is

Afskráning Össurar úr kauphöllinni á Ísland er myndbirting þeirrar efnahagslegu skaðsemi sem gjaldeyrishöft hafa í för með sér. Þetta segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX á Íslandi.

„Þetta eru auðvitað vond tíðindi fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og íslenskt efnahagslíf. Össur er stærsta fyrirtækið á markaði og flaggskipið sem hefur staðist þá sjói sem hafa verið á hlutabréfamarkaði undanfarin misseri. Þetta er líka myndbirting þess hvernig gjaldeyrishöft geta haft skaðleg áhrif á efnahagsstarfsemi. Augljóst mál er að höftin eru eitt aðalmálið sem réði ákvörðun Össurar,“ segir Þórður.

Seðlabanki Íslands gerði hluthöfum Össurar fyrir skömmu heimilt að flytja bréf sín í fyrirtækinu yfir á danska hlutabréfamarkaðinn, en Össur er einnig skráður þar í landi. Inntur eftir því hvort sú óvænta aðgerð hafi verið undanfari afskráningar hér á landi, svarar Þórður að svo kunni að vera. Undanþága Seðlabankans hefði þó átt að ganga í báðar áttir.

„Meginatriðið í þeim gögnum sem Össur leggur til grundvallar afskráningu af markaði hér á landi er, eins áður sagði, höftin. Það er ekki viðunandi fyrir fyrirtækið að vera skráð á Íslandi en geta ekki lengur náð sér í fjármagn hér á landi til að nota erlendis,“ segir hann. 

„Sú bjögun sem við búum við hér á landi [innsk: höftin] getur komið verulega niður á hagvexti og orsakað að lífskjaraþróun hér á landi verði mun hægari en annars staðar, vegna þess að menn geta ekki nýtt sér markaðinn og þau tæki sem hann hefur upp á að bjóða til að sem mestu út úr efnahagslífnu,“ segir Þórður Friðjónsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK