Sáralitlar breytingar á olíuverði

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur sveiflast nokkuð undanfarið
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur sveiflast nokkuð undanfarið Reuters

Litlar breytingar urðu á hráolíuverði í dag eftir mikla lækkun á föstudag. Á NYMEX markaðnum í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í desember um tvö sent og er 84,86 Bandaríkjadalir tunnan.

Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 36 sent tunnan í 86,70 dali en þetta er síðasti dagurinn sem viðskipti eru með framvirka samninga um olíu til afhendingar í desember í Lundúnum. 

Helsta skýringin á lækkuninni á föstudag er rakin til þess að fjárfestar voru að innleysa hagnað vegna fyrri verðhækkana en á fimmtudag var heimsmarkaðsverð á olíu það hæsta sem það hefur verið í tvö ár. Eins hækkaði gengi Bandaríkjadals á föstudag en viðskipti með hráolíu fara fram í Bandaríkjadölum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK