Segja drátt á sölu eiga sér eðlilegar skýringar

Sjóvá
Sjóvá

Dráttur á sölu Sjóvár á sér eðlilegar skýringar sem Seðlabankinn getur ekki tjáð sig um opinberlega að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna frétta fjölmiðla um söluna á Sjóvá.

„Í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 12. nóvember sl. komu fram alvarlegar ásakanir og dylgjur varðandi söluferli Sjóvár h.f. Sagt er að inn í söluferli Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. og annarra eigenda Sjóvár h.f. fléttist persónulegar deilur seðlabankastjóra og eins af forsvarsmönnum hugsanlegra kaupenda.

Seðlabankastjóri kannast ekki við þessar deilur og myndi auk þess aldrei láta ágreining um peningastefnu hafa áhrif á embættisfærslu sína. Fullyrðingar um slíkt fela í sér ærumeiðandi ummæli.

Stjórn ESÍ ehf. hefur tekið ákvarðanir varðandi söluferli Sjóvár h.f. og enginn ágreiningur hefur verið á milli hennar og framkvæmdastjóra Sölvhóls, eins og sterklega er gefið í skyn í fréttinni," segir í tilkynningu frá Seðlabankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK