Evrusvæðið berst fyrir lífi sínu

Herman Van Rompuy.
Herman Van Rompuy. Reuters

Herman Van Rompuy, forseti Evrópusambandsins, sagði í morgun, að hætta sé á að Evrópusambandið muni liðast í sundur takist ekki að leysa skuldavanda ríkja á evrusvæðinu svonefnda.

„Við erum að reyna að lifa af," sagði Van Rompuy í ræðu sem hann flutti í Brussel í morgun. „Við verðum að vinna saman til að tryggja að evrusvæðið verði áfram til því ef evrusvæðið leysist upp mun Evrópusambandið ekki lifa það af. En ég er þess fullviss, að við munum leysa þennan vanda."

Miklar vangaveltur hafa verið um að írsk stjórnvöld þurfi að leita eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Írar hafa þó ítrekað neitað þessu, síðast Brian Cowen forsætisráðherra, í gærkvöldi. Hins vegar sé rætt um leiðir til að tryggja jafnvægi á fjármálamarkaði.

Fyrir hálfu ári þurftu aðildarríki Evrópusambandsins að hlaupa undir bagga með Grikkjum og Portúgalar sögðu í gær, að mikil hætta væri á, að landið þurfi fjárhagsaðstoð þar sem það geti ekki fjármagnað sig á þeim kjörum sem bjóðast á lánsfjármarkaði.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK