Innistæðueigendur Landsbankans á Guernsey fá ekki bætur

mbl.is/KG

Bresk stjórnvöld hafa hafnað beiðni yfir 400 innistæðueigenda í útibúi Landsbankans á Ermarsundseyjunni Guernsey um að fá bætur úr tryggingarsjóði breskra innistæðueigenda. 

Fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph, að 433 innistæðueigendur hafi skrifað undir bænarskjal þar sem bresk stjórnvöld eru beðin um að styðja breska viðskiptavini Landsbankans á Guernsey. 

Í svari breskra stjórnvalda er því hins vegar lýst yfir, að vegna þess að Landsbankinn á Guernsey hafi ekki verið dótturfélag bresks banka heldur íslensks fyrirtæki hafi fjármálaeftirlitið á Guernsey átt að hafa eftirlit með útibúinu. Það sé því á ábyrgð stjórnvalda þar að koma til móts við sparifjáreigendur, sem töpuðu fé við fall Landsbankans. 

Um þriðjungur þeirra, sem áttu innistæður í Landsbankanum á Guernsey, býr ekki í Bretlandi. Segjast þeir ekki hafa átt annan kost en að geyma sparifé sitt hjá erlendri bankastofnun þar sem breskir stórbankar heimili ekki Bretum, sem eru búsettir í öðrum löndum, að eiga bankareikninga.  

Sparifjáreigendur hjá Landsbankanum á Guernsey áttu alls 117 milljónir punda á reikningum þar. Þegar bresk stjórnvöld lýstu því yfir að þau myndu ábyrgjast innistæður á bankareikningum að fullu náði það ekki til íbúa eyjanna Guersney, Jersey og Manar, sem eru bresk sjálfstjórnarsvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK