Ísland hefur verið fellt inn í eftirlitskerfi Evrópusambandsins með efnahagsmálum og hagstjórn aðildarríkja, sem nefnist EU Pre-Accession Fiscal Surveillance og hefur verið boðið að leggja fram eins konar efnahagsáætlun fyrir lok janúar.
Þetta kemur fram í svonefndri Framvinduskýrslu ESB, sem birt var fyrir skömmu, að því er segir á vef Evrópuvaktarinnar. Samkvæmt upplýsingum, sem Evrópuvaktin hefur frá utanríkisráðuneytinu, er markmiðið „undirbúa þátttöku umsóknarríkis í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu.“