Mikil verðlækkun á hráolíu

Það gengur oft á ýmsu á NYMEX markaðnum í New …
Það gengur oft á ýmsu á NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með hráolíu fara fram. AP

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði verulega í dag á sama tíma og gengi Bandaríkjadals lækkaði. Líkt og á hlutabréfamarkaði skipta áhyggjur af skuldastöðu evru-ríkja og verðbólguþrýstingur í Kína miklu máli.

Í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í desember um 2,52 dali tunnan og er 82,34 dalir.

Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í janúar um 1,97 dali og er 86,70 dalir tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK