Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði verulega í dag á sama tíma og gengi Bandaríkjadals lækkaði. Líkt og á hlutabréfamarkaði skipta áhyggjur af skuldastöðu evru-ríkja og verðbólguþrýstingur í Kína miklu máli.
Í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í desember um 2,52 dali tunnan og er 82,34 dalir.
Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í janúar um 1,97 dali og er 86,70 dalir tunnan.