Skuldir sliga evruna

Óeirðalögregla greip inn í mótmæli í Aþenu í gærkvöldi
Óeirðalögregla greip inn í mótmæli í Aþenu í gærkvöldi Reuters

Slæm skuldastaða sumra ríkja innan Myntbandalags Evrópu hefur áhrif á stöðu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum Þrátt fyrir þetta hækkaði gengi evrunnar lítillega í Tókýó í morgun. Er evran 1,3614 dalir en var 1,3582 dalir í New York í gærkvöldi. Evran er 113,08 jen en var 112,83 jen í New York í gærkvöldi.

Bandaríkjadalur er skráður 83,14 jen í Tókýó í morgun en var 83,11 jen í  New York í gærkvöldi.

Líkt og fram hefur komið þá berjast Írar við erfiða skuldastöðu en telja samt að þeir þurfi ekki á stuðningi að halda frá Evrópusambandinu.

Portúgalar óttast að þeir þurfi að leita eftir stuðningi vegna þrýstings frá öðrum skuldsettum ríkjum. Það er að staða þeirra smiti út frá sér til annarra evru-ríkja.

Grikkjum hefur gengið erfiðlega að skera niður þrátt fyrir mikinn stuðning frá ESB og var mótmælt við þinghúsið í Aþenu í gærkvöldi þar sem rætt var um niðurskurðaráform hins opinbera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK