Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka í rafrænum viðskiptum í Asíu í nótt og í morgun. Hráolíuverð lækkaði mjög mikið í gær en fjárfestar hafa áhyggjur af stöðu mála hjá ríkjum í Evrópu vegna slæmrar skuldastöðu einhverra þeirra og eins þykir líklegt að kínversk stjórnvöld grípi til aðgerða vegna aukins verðbólguþrýstings.
Í New York hefur verð á hráolíu til afhendingar í desember lækkað um 10 sent og er 82,24 dalir tunnan.
Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í janúar lækkað um 5 sent og er 84,68 dalir tunnan.