Gríðarleg verðlækkun á olíu undanfarið

Olíuviðskipti á NYMEX markaðnum
Olíuviðskipti á NYMEX markaðnum AP

Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka í dag og hefur hráolíuverð lækkað um rúmlega sjö Bandaríkjadali tunnan frá því á fimmtudag í síðustu viku. Þann dag var lokagildi hráolíu það hæsta í New York í tvö ár. Nú nálgast verðið á tunnunni áttatíu dali. 

Svo virðist sem fjárfestar líti fram hjá því að olíubirgðir hafa enn dregist saman í Bandaríkjunum sem er yfirleitt undanfari góðra fregna í efnahagslífinu vestra. Slæm skuldastaða evrópskra ríkja og verðbólguþrýstingur í Kína veldur miklum áhyggjum meðal fjárfesta og skiptir þá meira máli en mögulegur efnahagsbati í Bandaríkjunum.

Í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í desember um 1,90 dali í  80,44 dali tunnan. Er þetta 7,37 dölum minna en fékkst fyrir olíutunnuna á fimmtudag.

Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í janúar um 1,45 dali tunnan og er 83,28 dalir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK