Lánshæfiseinkunn Íslands lækkuð

mbl.is

Japanska matsfyrirtækið R&I (Rating and Investment Information Inc.) tilkynnti í dag um lækkun á lánshæfismati ríkissjóðs fyrir erlendar skuldbindingar í BB+ úr BBB- með neikvæðum horfum.

Segir í tilkynningu frá R&I að ástæðan sé meðal annars sú að þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá hruninu þá séu skuldir fyrirtækja og einstaklinga enn miklar og efnahagsbatinn sé ekki hafinn. Telur fyrirtækið að langt sé í land með að hér myndist eðlilegt ástand í fjárfestingum og neyslu.

 Í greiningu á skuldastöðu íslenskra ríkisins kemur fram að hlutfall skulda ríkisins af landsframleiðslu sé komið í 100%. Í því samhengi er nefnt að Icesave-deilan er enn þá óleyst og að hún ásamt hættunni á að ríkið þurfi að endurfjármagna fjármálakerfið enn á ný geri að verkum að erfiður vegur sé framundan í ríkisfjármálunum.

R&I bendir á að þrátt fyrir að nýju bankarnir hafi verið endurskipulagðir á sínum tíma þá sé hlutfall slæmra útlána í lánasafni þeirra enn verulega hátt. Þetta á fyrst og fremst við fasteignalán og lán tengd byggingarstarfsemi. Meðan að svo sé telur matsfyrirtækið langt í land í að viðreisn verði á fjárfestingu og einkaneyslu í hagkerfinu. Í þessu samhengi má nefna að Seðlabankinn spáir að hagvöxturinn á næsta ári verði drifinn áfram af einkaneyslu.
 

Sjávarútvegurinn sé sterkur á Íslandi og verg landsframleiðsla há á hvern íbúa þrátt fyrir fall krónunnar. Eins hafi landið yfir náttúruauðlindum eins og vatnafli og jarðorku yfir að ráða sem hafi verið nýtt í álframleiðslu og ferðamannaiðnaðinn. Hins vegar hafi alþjóðavæðing bankakerfisins á Íslandi mistekist.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK