Bagger stal stimpli

Stein Bagger .
Stein Bagger . Reuters

Danski kaupsýslumaðurinn Stein Bagger, sem nýlega var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir stórfelld fjársvik, var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi til viðbótar fyrir að stela stimpli í heimsókn til kírópraktors í Gentofte.

Að sögn danskra fjölmiðla stal Bagger stimplinum þegar kírópraktorinn snéri í hann baki. Stimpillinn fannst síðan í klefa Baggers og hann hefur síðan ekki fengið leyfi til að yfirgefa fangelsið.   

Bagger viðurkenndi að hafa stolið stimplinum en neitaði ásökunum saksóknara um að hann hefði gert það í þeim tilgangi að falsa skjöl svo hann fengið oftar leyfi til að fara út úr fangelsinu. Sagðist hann hafa verið manaður til þessa af samföngum sínum.

Stein Bagger stýrði fyrirtækinu IT Factory. Hann var dæmdur fyrir að svíkja jafnvirði um 18 milljarða íslenskra króna út úr fyrirtækinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK