Upplýsir ekki ástæður fyrir töfum

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Seðlabankinn segist ekki geta  að svo stöddu  tjáð
sig opinberlega um ástæðu þess að ekki var hægt að veita fjárfestahópi, sem gerði tilboð í hlut bankans í Sjóvá-Almennum tryggingum, svar fyrir tilgreindan tímafrest. 

Seðlabankinn segir í tilkynningu að hann hafi „verið upplýstur um“ að kaupendahópur sem hafði gert tilboð í hlut bankans í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. hafi ákveðið að hætta þátttöku sinni í söluferli félagsins.

„Staðfest er að ekki var mögulegt að taka afstöðu til sölunnar á Sjóvá fyrir 22. október s.l. sem var frestur sem kaupendahópurinn gaf seljanda. Áður en fresturinn rann út voru lögmaður kaupendahópsins og einn meðlima hans upplystir um þessa niðurstöðu og ástæðu hennar á fundi í Seðlabanka Íslands,“ segir m.a. í tilkynningu bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK