Útbreiðsla fríblaða dregst mikið saman

Útbreiðsla fríblaða minnkaði um 57% á síðasta ári frá árinu …
Útbreiðsla fríblaða minnkaði um 57% á síðasta ári frá árinu 2008.

Útbreiðsla fríblaða minnkaði um 57% milli áranna 2008 og 2009 ef marka má nýjar tölur Hagstofu Íslands um blaðaútgáfu árið 2009. Þennan samdrátt má rekja að talsverðu leyti til þess að fríblaðið 24 stundir var lagt niður í október 2008.

Fréttablaðinu, sem 365 miðlar gefa út, er ennþá dreift ókeypis til heimila á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni er það til sölu. Útbreiðsla Fréttablaðsins minnkaði um 15% milli áranna 2008 og 2009. Útbreiðsla Morgunblaðsins minnkaði um 4% á sama tímabili.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag segir, að sé hins vegar litið til heildarútbreiðslu allra seldra dagblaða á tímabilinu mælist þar um 28% samdráttur. Að hluta megi rekja það til þess að Viðskiptablaðið var gert að vikublaði í nóvember 2008. Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar er um dagblað að ræða ef tölublöð í hverri viku eru fjögur eða fleiri.



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK