Helmingur stærstu fyrirtækja landsins var rekinn með tapi á síðasta ári og þriðjungur þeirra hefur ekki skilað inn ársreikningum. Þetta kemur fram í yfirliti sem Creditinfo vann fyrir Stöð 2.
Meðal þeirra félaga sem voru rekin með tapi í fyrra voru Actavis, Alcoa-Fjarðaál, Bakkavör, Byko, Hagar, Hekla, Húsasmiðjan, Icelandair Group, Marel, Síminn og Teymi. Fimm af stærstu fyrirtækjunum voru með neikvætt eigið fé, þ.e. þau skulda meira en þau eiga, samkvæmt frétt Stöðvar 2 í kvöld.
Creditinfo tók saman lista yfir 77 stærstu fyrirtæki landsins og af þeim hafa 24 þeirra ekki enn skilað inn ársreikningi til ríkisskattstjóra fyrir árið 2009.