Mörg fyrirtæki rekin með tapi

Fyrirtækin riðu ekki feitum hesti frá rekstri síðasta árs.
Fyrirtækin riðu ekki feitum hesti frá rekstri síðasta árs. mbl.is/Golli

Helmingur stærstu fyrirtækja landsins var rekinn með tapi á síðasta ári og þriðjungur þeirra hefur ekki skilað inn ársreikningum. Þetta kemur fram í yfirliti sem Creditinfo vann fyrir Stöð 2.

Meðal þeirra félaga sem voru rekin með tapi í fyrra voru Actavis, Alcoa-Fjarðaál, Bakkavör, Byko, Hagar, Hekla, Húsasmiðjan, Icelandair Group, Marel, Síminn og Teymi. Fimm af stærstu fyrirtækjunum voru með neikvætt eigið fé, þ.e. þau skulda meira en þau eiga, samkvæmt frétt Stöðvar 2 í kvöld.

Creditinfo tók saman lista yfir 77 stærstu fyrirtæki landsins og af þeim hafa 24 þeirra ekki enn skilað inn ársreikningi til ríkisskattstjóra fyrir árið 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK