Neyðarlán þungur baggi á írskum skattgreiðendum

Írska ríkið er upp fyrir haus vegna skulda bankakerfisins.
Írska ríkið er upp fyrir haus vegna skulda bankakerfisins. Reuter

Neyðarlán Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins handa írsk­um stjórn­völd­um verður þung­ur baggi á herðum skatt­greiðenda. Stjórn­völd í Dublin til­kynnt um hvaða aðhaldsaðgerðir verður ráðist í til að upp­fylla skil­yrði neyðarláns­ins. Skatta­hækk­an­ir um munu kosta hvert heim­ili á Írlandi að meðaltali um tæp­ar 600 þúsund krón­ur á ári en aðhaldsaðgerðirn­ar er ætlað að spara írska rík­inu 15 millj­arða evra fram til árs­ins 2014.

Aðhaldsaðgerðirn­ar eru skil­yrði fyr­ir því að írsk stjórn­völd fái neyðarlán frá ESB og AGS en talið er að lán­veit­ing­in verði á bil­inu 80-90 millj­arðar evra. Niður­skurður­inn og aðhaldsaðgerðirn­ar nema um 4% af lands­fram­leiðslu á ári hverju að sögn breska blaðsins Fin­ancial Times. Annað breskt blað, The Daily Tel­egraph, seg­ir aðgerðirn­ar vera það víðtæk­ar að þær marki í raun enda­lok írska vel­ferðar­kerf­is­ins.

Fram kem­ur í um­fjöll­un The Tel­egraph að skattí­v­iln­an­ir á heim­ili með meðal­tekj­ur verði af­numd­ar auk þess sem að skatt­leys­is­mörk  á þá tekju­lægstu verða af­num­inn. Af­nám skatt­leys­is­marka þýðir að helm­ing­ur þeirra sem eru á vinnuamt­arkaði munu í fyrsta skipti þurfa að borga skatt af tekj­um sín­um.

Auk þess verða lága­marks­laun lækkuð um 13% og nýr fast­eigna­skatt­ur verður lagður á. Vel­ferðarút­gjöld vegna at­vinnu­leys­is og barna­bóta verða skor­in niður um 5%. The Tel­egraph seg­ir enn­frem­ur að áformin fela í sér að störf­um hjá hinu op­in­bera verður fækkað um 27 þúsund á næstu árum. Ekki er áformað að skatt­ur á fjár­magn­s­tekj­ur verði hækkaður en hann er með því lægsta sem þekk­ist í Evr­ópu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK