Neyðarlán Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins handa írskum stjórnvöldum verður þungur baggi á herðum skattgreiðenda. Stjórnvöld í Dublin tilkynnt um hvaða aðhaldsaðgerðir verður ráðist í til að uppfylla skilyrði neyðarlánsins. Skattahækkanir um munu kosta hvert heimili á Írlandi að meðaltali um tæpar 600 þúsund krónur á ári en aðhaldsaðgerðirnar er ætlað að spara írska ríkinu 15 milljarða evra fram til ársins 2014.
Aðhaldsaðgerðirnar eru skilyrði fyrir því að írsk stjórnvöld fái neyðarlán frá ESB og AGS en talið er að lánveitingin verði á bilinu 80-90 milljarðar evra. Niðurskurðurinn og aðhaldsaðgerðirnar nema um 4% af landsframleiðslu á ári hverju að sögn breska blaðsins Financial Times. Annað breskt blað, The Daily Telegraph, segir aðgerðirnar vera það víðtækar að þær marki í raun endalok írska velferðarkerfisins.
Fram kemur í umfjöllun The Telegraph að skattívilnanir á heimili með meðaltekjur verði afnumdar auk þess sem að skattleysismörk á þá tekjulægstu verða afnuminn. Afnám skattleysismarka þýðir að helmingur þeirra sem eru á vinnuamtarkaði munu í fyrsta skipti þurfa að borga skatt af tekjum sínum.
Auk þess verða lágamarkslaun lækkuð um 13% og nýr fasteignaskattur verður lagður á. Velferðarútgjöld vegna atvinnuleysis og barnabóta verða skorin niður um 5%. The Telegraph segir ennfremur að áformin fela í sér að störfum hjá hinu opinbera verður fækkað um 27 þúsund á næstu árum. Ekki er áformað að skattur á fjármagnstekjur verði hækkaður en hann er með því lægsta sem þekkist í Evrópu.