Auka þarf eigið fé Íbúðalánasjóðs umtalsvert

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður mbl.is/Árni Sæberg

Búast má við aukningu á virðisrýrnun útlána hjá Íbúðalánasjóði næstu misserin og ljóst er að leggja þarf sjóðnum til umtalsvert aukið eigið fé á næstunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands.

Eignir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu 833 milljörðum króna í lok júní 2010. Um 95% eigna ÍLS eru útlán og jukust þau um 4% frá áramótum. Í lok júní átti ÍLS 739 íbúðir til fullnustu krafna borið saman við 347 íbúðir í árslok 2009.

ÍLS fjármagnar útlán með útgáfu íbúðabréfa. Verðbréfaútgáfa sjóðsins nam 809 ma.kr. í lok júní og jókst um 4% frá áramótum. Um 1,7 ma.kr. tap var af rekstri ÍLS á fyrri árshelmingi 2010. Hreinar vaxtatekjur lækkuðu mikið borið saman við sama tímabil árið 2009, innlánsvextir af lausafé lækkuðu og vaxtafrysting útlána jókst.

„Ljóst er að ÍLS þarf að auka vaxtamun til að standa undir rekstrargjöldum og aukinni virðisrýrnun. Á fyrri hluta ársins 2010 jókst virðisrýrnun útlána í takt við aukin vanskil en vanskil viðskiptamanna hækkuðu úr 5,3% í árslok 2009 í 6,3% í lok júní.

Eigið fé Íbúðalánasjóðs nam 8,4 ma.kr. í lok júní og eiginfjárhlutfall sjóðsins nam einungis 2,1% og hafði þá lækkað úr 3% frá árslokum 2009.11 Langtímamarkmið sjóðsins er að eiginfjárhlutfallið sé yfir 5,0%. Starfandi er vinnuhópur á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem fjalla á um eiginfjárhlutfall sjóðsins og leggja fyrir stjórn hans tillögur í þeim efnum. Vinnuhópurinn mun skila niðurstöðum fyrir lok ársins," segir í Fjármálastöðugleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK