Félag atvinnurekenda, FA, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp fjármálaráðherra um að heimila útboð á innkaupum fyrir ríkisvaldið í öðrum EES-ríkjum.
Í frumvarpinu felst heimild til að fela miðlægri innkaupastofnun að bjóða út innkaup í öðru EES-ríki, hvort sem er í samstarfi við erlenda kaupendur eða ekki.
Markmiðið er meðal annars að auka stærðarhagkvæmni í innkaupum, til dæmis með því að ganga inn í útboð opinberra stofnana á Norðurlöndum.
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri FA, segir í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag, að með þessu sé þúsundum starfa stefnt í hættu og að alls ekki sé gefið að nokkur sparnaður náist með því að haga innkaupum hins opinbera með þessum hætti.