Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir nánast allar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hafa verið rangar.
Hann segir að rangt hafi verið að hækka skatta og flækja skattkerfið eins og gert hefur verið og eins hafi verið rangt að skera ekki meira niður í útgjöldum ríkisins en raun ber vitni.
Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segir Ragnar þessar ákvarðanir, sem og gjaldeyrishöftin, draga mátt úr efnahagslífinu á tímum þar sem bráðnauðsynlegt sé að ná upp raunverulegum hagvexti svo hægt sé að greiða niður erlendar skuldir þjóðarinnar. Gjaldeyrishöftin séu í raun fölsun á gengi krónunnar og vinni gegn þessu markmiði.