Segir ákvarðanir ríkisstjórnarinnar rangar

Ragnar Árnason prófessor í hagfræði.
Ragnar Árnason prófessor í hagfræði. mbl.is/Jim

Ragn­ar Árna­son, pró­fess­or í hag­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir nán­ast all­ar ákv­arðanir rík­is­stjórn­ar­inn­ar í efna­hags­mál­um hafa verið rang­ar.

Hann seg­ir að rangt hafi verið að hækka skatta og flækja skatt­kerfið eins og gert hef­ur verið og eins hafi verið rangt að skera ekki meira niður í út­gjöld­um rík­is­ins en raun ber vitni.

Í viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins í dag seg­ir Ragn­ar þess­ar ákv­arðanir, sem og gjald­eyr­is­höft­in, draga mátt úr efna­hags­líf­inu á tím­um þar sem bráðnauðsyn­legt sé að ná upp raun­veru­leg­um hag­vexti svo hægt sé að greiða niður er­lend­ar skuld­ir þjóðar­inn­ar. Gjald­eyr­is­höft­in séu í raun föls­un á gengi krón­unn­ar og vinni gegn þessu mark­miði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK