Ætla að styrkja eiginfjárgrunn MP banka

Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur lokið svo­kölluðu innra mati á eig­in­fjárþörf MP-banka. Í frétta­til­kynn­ingu frá  bank­an­um seg­ir að MP banki þurfi að styrkja eig­in­fjár­grunn bank­ans líkt og áformað hafi verið.

„MP banki er eini viðskipta­bank­inn sem fór ekki í þrot í banka­hrun­inu og hef­ur ekki fengið neinn op­in­ber­an stuðning. MP banki er ekki með geng­is­tryggð bíla­lán eða hús­næðislán í eigna­safni sínu. Af þess­um ástæðum er MP banki fyrsti og eini ís­lenski bank­inn sem hef­ur farið í gegn­um innra mat á eig­in­fjárþörf í sam­starfi við FME,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá MP banka. Þetta mat er hluti af inn­leiðingu Basel II reglna eða svo­kallaðs ICA­AP og SREP ferl­is. Í þessu ferli eru gerðar aðrar og mun strang­ari kröf­ur um mat á eig­in­fjárþörf en áður giltu.

„Stjórn og stjórn­end­ur bank­ans eru sam­mála FME um að styrkja þurfi eig­in­fjár­grunn bank­ans og er það í sam­ræmi við fyrri yf­ir­lýs­ing­ar stjórn­ar. Vinna við öfl­un eig­in­fjár og aðrar breyt­ing­ar ganga vel og munu niður­stöður liggja fyr­ir í lok des­em­ber,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Lausa­fjárstaða bank­ans er sú sterk­asta meðal ís­lenskra inn­láns­stofn­ana og sam­kvæmt lög­um um fjár­mála­fyr­ir­tæki upp­fyll­ir bank­inn skil­yrði um lág­marks eigið fé og hef­ur alltaf gert,“ seg­ir Ragn­ar Þórir Guðgeirs­son, stjórn­ar­formaður MP banka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK