Írsk stjórnvöld reikna með því að þurfa að greiða að jafnaði 5,8% ársvexti af allt að 85 milljarða evra láni, sem Írar fá frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, skýrði frá þessu á blaðamannafundi í kvöld. Hann sagði, að vextirnir yrðu breytilegir og af því hvenær lánin yrðu greidd út og af markaðsaðstæðum.