Ræða vaxtakjör Íra

Evrópskir fjármálaráðherrar ræða björgunaraðgerðir fyrir Íra í Brussel.
Evrópskir fjármálaráðherrar ræða björgunaraðgerðir fyrir Íra í Brussel. Reuters

Fjár­málaráðherr­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hitt­ust í Brus­sel dag til þess að ná sam­komu­lagi um ákvæði 85 millj­arða evra lána­samn­ings við Íra. Deilt er um vaxta­kjör láns­ins en aðstoðin er tal­in nauðsyn­leg til þess að koma í veg fyr­ir að vand­ræði Íra breiðist út til hinna land­anna á evru­svæðinu.  Sér­fræðing­ar segja að Spánn og Portúgal standi sér­stak­lega höll­um fæti í því sam­hengi.

„Við eig­um enn eft­ir að af­greiða og fara yfir aft­ur nokk­ur smá­atriði, sér­stak­lega varðandi vext­ina,“ sagði Christ­ine Lag­ar­de, fjár­málaráðherra Frakk­lands þegar hún kom til fund­ar­ins.

Frétt­ir fjöl­miðla um að Írar gætu verið krafðir um 6,7% vexti yfir níu ára tíma­bil hafa vakið reiði stjórn­valda í Dyfl­inni. Sú vaxta­pró­senta væri tölu­vert hærri en þau 5,2% sem Grikk­ir fengu á 110 millj­arða evra björg­un­ar­pakka sín­um fyrr í ár og seg­ir írski fjár­málaráðherr­ann Bri­an Leni­h­an að það væri óviðun­andi. Tafðist hann á leið sinni á fund­inn vegna veðurs. 

Lag­ar­de sagði hins veg­ar að að björg­un­ar­pakki Írlands væri nán­ast frá­geng­inn og að samn­ingaviðræðum væri að ljúka. Bráðabrigðasam­komu­lag hafði náðst í alþjóðleg­um umræðum í Dyfl­inni áður en sam­kvæmt því áttu 35 millj­arðar evra að renna til banka­kerf­is lands­ins sem er í rúst­um.

Í gær fóru fram fjölda­mót­mæli á göt­um Dyfl­inn­ar gegn niður­skurðaráform­um írskra stjórn­valda og sýna skoðanakann­an­ir að meiri­hluti Íra telji að landið ætti að frek­ar að standa ekki í skil­um við skuld­ir sín­ar en að gang­ast und­ir afar­kosti. 

Portúgal og Spánn næst?

Ljóst er að af­leiðing­ar fjár­mála­hruns­ins í Írlandi fyr­ir viðkvæm hag­kerfi eins og Portúgal og Spán eru of­ar­lega í for­gangs­röð fund­ar­ins í dag og sagði Olli Rehn, fram­kvæmda­stjóri efna­hags- og gjald­eyr­is­mála inn­an ESB, að bregðast þyrfti við víðari áhrif­um krís­unn­ar.

„Við verðum að ræða kerf­is­læg viðbrögð við neyðarástand­inu. Við stönd­um frammi fyr­ir grafal­var­legri stöðu. Við verðum að gera okk­ar besta til þess að verja grund­völl efna­hags­bata og at­vinnu,“ sagði Rehn.

Belg­íski fjár­málaráðherr­ann Didier Reynd­ers sagði að evru­svæðið yrði að bregðast við og verja mynt sína. „Við verðum að grípa til allra ráða sem gera okk­ur kleift að standa af okk­ur óveðrið,“ sagði hann.

Elena Sal­ga­do, spænski ráðherr­ann, sagði að hún væri aðeins á fund­in­um til þess að ræða Írland þegar hún stóð frammi fyr­ir spurn­ing­um um ástand mála í heimalandi sínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK