Methagvöxtur í Svíþjóð

Sænska hagkerfið óx á þriðja ársfjórðungi um 2,1% miðað við ársfjórðunginn á undan. Hagvöxturinn mældist hins vegar 6,9% ef miðað er við sama tímabil á síðasta ári. Er þetta mesti hagvöxtur, sem mælst hefur í landinu frá því byrjað vara að halda ársfjórðungslegar skrár árið 1970. 

TT fréttastofan hefur eftir Peter Buven, sérfræðingi hjá sænsku hagstofunni, að setja verði mikinn hagvöxt nú í samhengi við mikinn samdrátt, sem varð á síðasta ári en þá dróst verg landsframleiðsla saman um 5,4% á þriðja ársfjórðungi. 

Samt er hagvöxturinn nú sá mesti, sem mælst hefur í Svíþjóð. Á öðrum ársfjórðungi 1974 og á öðrum fjórðungi árið 2000 óx landsframleiðslan um 5,8% miðað við sama tímabil árið áður. Fyrir 1970 voru birtar árlegar tölur  um hagvöxt.

Hagvöxturinn nú var mun meiri en sérfræðingar hefðu spáð. Sænskur hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi var einnig langt umfram væntingar sérfræðinga.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK