Fyrirtæki endurskipulögð

Húsasmiðjan
Húsasmiðjan mbl.is/Ómar

Nokkrar breytingar eru gerðar skilmálum sölu Vestia á fyrirtækjum sínum til Framtakssjóðs Íslands. Í tilkynningu fram Framtakssjóðnum í dag kom fram að kaupverð lækki töluvert, vegna „breyttra forsendna,“ en sum fyrirtækjanna hafa verið endurskipulögð eða eignum haldið eftir úr þeim.

Teymi verður skipt upp í tvö hlutafélög, og fjarskiptarekstur þannig aðgreindur frá upplýsingatæknifélögum sem verið hafa hluti samstæðunnar. Vodafone og dótturfélag þess í Færeyjum verða sett í sjálfstætt félag. Upplýsingatæknifyrirtækin Skýrr, HugurAx, Hands og Kerfi verða síðan sett í annað félag, en áður hafði EJS sameinast Skýrr.

Húseign Húsasmiðjunnar í Grafarholti fylgir ekki með í sölu fyrirtækisins og með í kaupunum á Plastprenti fylgja ekki dótturfélög fyrirtækisins í Eystrasaltslöndunum.

Þá var sú breyting gerð frá fyrra samkomulagi að Landsbankinn heldur eftir 19% hlut í Icelandic Group, sem er langstærsti hluti viðskiptanna. Framtakssjóðurinn hefur hins vegar forkaupsrétt að hlut Landsbankans, sem gildir næstu 12 mánuði.

Yfirlýst markmið Framtakssjóðsins er að eiga ekki fyrirtækin í meira en 4-7 ár áður en þau verða seld á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK