Hafa hagnast um 35 milljarða

Samanlagður hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja á fyrstu níu mánuðum ársins var 35 milljarðar króna eftir skatta. Í krónum talið var hagnaðurinn mestur hjá Íslandsbanka, 13,2 milljarðar, og arðsemi eigin fjár sömuleiðis mest, eða 17,6% á ársgrundvelli.

Til þess að setja þessa tölu í samhengi má nefna að samkvæmt fjáraukalögum mun ríkið veita 33 milljörðum aukalega til Íbúðalánasjóðar. 18 milljarðar eru hugsaðir til að rétta fjárhagslega stöðu sjóðsins af, en 15 milljarðar til að mæta hugsanlegum afföllum vegna aðgerða í þágu skuldugra heimila.

Hagnaður Arion banka á tímabilinu nam 8,9 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár 10,4% á ársgrundvelli. Hagnaður Landsbankans nam 12,9 milljörðum, og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli 10,9%.

Lögbundið lágmark eiginfjárhlutfalls (CAD) er 8%, en Fjármálaeftirlitið gerir kröfu um að hlutfallið sé 16%. Bankarnir uppfylla allir þessi auknu skilyrði, Íslandsbanki með 22,6%, Arion banki með 18,1% og Landsbankinn með 17,3%.

Í afkomutilkynningum bankanna leggja bankastjórnarnir allir á það áherslu, og eru nánast samhljóma, að miklum krafti hafi verið varið í meðferð og úrlausn skuldavanda viðskiptavina sinna, eintaklinga og fyrirtækja.

Enn hefur ekki náðst samkomulag milli stjórnvalda og hagsmunaaðila, þar með talið bankanna, um almennar aðgerðir í þágu skuldugra, en stjórnvöld hafa lengi sagt að niðurstaða sé væntanleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK