Hafa hagnast um 35 milljarða

Sam­an­lagður hagnaður stóru viðskipta­bank­anna þriggja á fyrstu níu mánuðum árs­ins var 35 millj­arðar króna eft­ir skatta. Í krón­um talið var hagnaður­inn mest­ur hjá Íslands­banka, 13,2 millj­arðar, og arðsemi eig­in fjár sömu­leiðis mest, eða 17,6% á árs­grund­velli.

Til þess að setja þessa tölu í sam­hengi má nefna að sam­kvæmt fjár­auka­lög­um mun ríkið veita 33 millj­örðum auka­lega til Íbúðalána­sjóðar. 18 millj­arðar eru hugsaðir til að rétta fjár­hags­lega stöðu sjóðsins af, en 15 millj­arðar til að mæta hugs­an­leg­um af­föll­um vegna aðgerða í þágu skuldugra heim­ila.

Hagnaður Ari­on banka á tíma­bil­inu nam 8,9 millj­örðum króna og arðsemi eig­in fjár 10,4% á árs­grund­velli. Hagnaður Lands­bank­ans nam 12,9 millj­örðum, og arðsemi eig­in fjár á árs­grund­velli 10,9%.

Lög­bundið lág­mark eig­in­fjár­hlut­falls (CAD) er 8%, en Fjár­mála­eft­ir­litið ger­ir kröfu um að hlut­fallið sé 16%. Bank­arn­ir upp­fylla all­ir þessi auknu skil­yrði, Íslands­banki með 22,6%, Ari­on banki með 18,1% og Lands­bank­inn með 17,3%.

Í af­komu­til­kynn­ing­um bank­anna leggja banka­stjórn­arn­ir all­ir á það áherslu, og eru nán­ast sam­hljóma, að mikl­um krafti hafi verið varið í meðferð og úr­lausn skulda­vanda viðskipta­vina sinna, eintak­linga og fyr­ir­tækja.

Enn hef­ur ekki náðst sam­komu­lag milli stjórn­valda og hags­munaaðila, þar með talið bank­anna, um al­menn­ar aðgerðir í þágu skuldugra, en stjórn­völd hafa lengi sagt að niðurstaða sé vænt­an­leg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka