309 málum vísað til dóms

Slitastjórn Landsbankans hefur vísað um 309 ágreiningsmálum um úrlausn til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta segir Herdís Hallmarsdóttir, sem situr í slitaatjórn bankans.

Herdís benti þó á að talan 309 benti ekki endilega til fjölda umdeildra krafna, en oft fæst lausn í mörgum sambærilegum ágreiningsmálum með einum dómi. 

Herdís segir að nánast hver einasta krafa sem slitastjórnin hefur samþykkt sé umdeild.

Herdís nefndi einnig að slitastjórnin telji ytri endurskoðendur bankans vera bótaskylda vegna vegna vanrækslu við endurskoðun ársreiknings árið 2007 og árshlutareiknings 2008. PricewaterhouseCoopers sá um endurskoðun reikninga Landsbankans.  Slitastjórnin hefur þó gefið endurskoðunarfyrirtæki Landsbankans frest til þess að svara fyrir sig og útskýra sitt mál, áður en gripið verður til frekari aðgerða.

Herdís segir að slitastjórnin telji meðal annars að skráning bankans á eigin hlutum hafi verið röng, og þar með hafi opinberar tölur um eiginfjárhlutfall bankans verið rangar. Jafnvel hafi eiginfjárhlutfall bankans verið komið langt niður fyrir lögbundin mörk löngu áður en bankinn hafi fallið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK