Skuldakreppan enn alvarleg

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn
Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn SEBASTIEN PIRLET

Framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins segir að skuldakreppan í Evrópu sé enn alvarleg, en telur hins vegar að Írar muni ná sér hratt á strik í kjölfar björgunarpakkans sem gengið var frá síðustu helgi.

Evrópusambandið og AGS sömdu við Íra um lánafyrirgreiðslu sem nemur litlum 85 milljörðum evra, og er ætlað að styrkja undirstöður fjármálakerfis landsins og gera Írum jafnframt kleyft að standa við skuldbindingar sínar.

Dominique Strauss-Kahn segir kreppuna enn alvarlega, og að Írar og Grikkir séu „á bjargbrúninni.“ Aðrar þjóðir séu ekki langt frá þeirri sömu brún.

Hann segir hins vegar að aðgerðirnar sem ráðist hefur verið í munu „laga vandamál Íra“ og að batinn verði nokkuð hraður. Hann ítrekar að AGS sé reiðubúinn að aðstoða aðrar þjóðir ef þörf krefur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK