Telur líkur á greiðsluþroti Evrópuríkis

Willem Buiter.
Willem Buiter. mbl.is/Árni Sæberg

Hollenski hagfræðingurinn Willem Buiter, sem skrifaði svarta skýrslu fyrir Landsbankann vorið 2008 um framtíð íslenska bankakerfisins, hefur nú sent frá sér skýrslu um skuldavandann í Evrópu. Buiter telur að vandinn eigi aðeins eftir að versna og að mikil hætta sé á greiðsluþroti einhvers ríkis í Vestur-Evrópu, einkum í hópi jaðarríkja á evrusvæðinu.

Björn Bjarnason fjallar um skýrslu Buiters og ástandið á evrópskum fjármálamörkuðum í grein á Evrópuvaktinni.

„Atburðirnir á evru-svæðinu núna minna mjög á það sem gerðist hér á landi fyrir tveimur árum. Vegna þeirra aðgerða sem gripið var til hér þá erum við í skjóli fyrir hinni miklu spennu í Evrópu. Þá telja margir sérfræðingar, að við séum miklu betur sett utan evru-svæðisins en innan við núverandi aðstæður,“ skrifar Björn í greininni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK