Telur líkur á greiðsluþroti Evrópuríkis

Willem Buiter.
Willem Buiter. mbl.is/Árni Sæberg

Hol­lenski hag­fræðing­ur­inn Wil­lem Buiter, sem skrifaði svarta skýrslu fyr­ir Lands­bank­ann vorið 2008 um framtíð ís­lenska banka­kerf­is­ins, hef­ur nú sent frá sér skýrslu um skulda­vand­ann í Evr­ópu. Buiter tel­ur að vand­inn eigi aðeins eft­ir að versna og að mik­il hætta sé á greiðsluþroti ein­hvers rík­is í Vest­ur-Evr­ópu, einkum í hópi jaðarríkja á evru­svæðinu.

Björn Bjarna­son fjall­ar um skýrslu Buiters og ástandið á evr­ópsk­um fjár­mála­mörkuðum í grein á Evr­ópu­vakt­inni.

„At­b­urðirn­ir á evru-svæðinu núna minna mjög á það sem gerðist hér á landi fyr­ir tveim­ur árum. Vegna þeirra aðgerða sem gripið var til hér þá erum við í skjóli fyr­ir hinni miklu spennu í Evr­ópu. Þá telja marg­ir sér­fræðing­ar, að við séum miklu bet­ur sett utan evru-svæðis­ins en inn­an við nú­ver­andi aðstæður,“ skrif­ar Björn í grein­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK