Tilboðin í Haga undir væntingum

Tilboðin í Haga voru undir væntingum Arion banka.
Tilboðin í Haga voru undir væntingum Arion banka. mbl.is/Ernir

Þau tilboð sem Arion banka bárust í kjölfestuhlut í smávöruverslanakeðjunni Högum voru umtalsvert lægri en bankinn hafði vænst, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka hefur þó hluta tilboðsgjafa verið boðið til áframhaldandi viðræðna við bankann: „Arion banki telur grundvöll til frekari viðræðna við hluta tilboðsgjafa vera fyrir hendi,“ segir Iða Brá Benediktsdóttir, upplýsingafulltrúi Arion.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru tilboð sem bárust í 25% hlut í Högum á bilinu 1,5-2,5 milljarðar króna. Samkvæmt því verðmeta fjárfestar sem skiluðu inn tilboðum fyrirtækið á bilinu 6-10 milljarða króna. Heimildamenn blaðsins segja að Arion banki hafi vænst þess að geta selt fyrirtækið á 12-14 milljarða.

Jón Ásgeir Jóhannesson neitaði því að eiga aðild að tilboði í Haga, þegar Morgunblaðið innti hann eftir því hvort orðrómur þess efnis væri sannur. Jón Ásgeir sagði jafnframt að enginn á hans vegum væri að gera tilboð í félagið.

Leigusamningar vefjast fyrir

Heimildamenn blaðsins segja að Arion banki hafi vænst þess að geta selt fyrirtækið á 12-14 milljarða. Heimildir blaðsins herma að kostnaðarsamir leigusamningar vefjist fyrir þeim sem hafa gert tilboð í Haga, en félagið á engar af þeim fasteignum þar sem verslanir þess eru reknar.

Flestallar fasteignir félagsins eru í eigu Landic Property, sem var áður í eigu sömu aðila og áttu Haga. Þess má geta að Landic hefur gengið í gegnum nauðasamninga, heitir í dag Reitir fasteignafélag og er í eigu kröfuhafa félagsins, en Arion banki er þar á meðal. Leigusamningar Haga eru til allt að 25 ára, en í ársreikningi félagsins kemur fram að þeir séu ekki riftanlegir.

Meðal tilboðsgjafa í kjölfestuhlut í Högum var bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa, sem á meðal annars 32% hlut í Eimskipafélaginu. Talið er að Yucaipa vilji komast til áhrifa í Högum til að tryggja að öll sjóflutningaviðskipti félagsins verði færð til Eimskipafélagsins. Aðrir tilboðsgjafar í söluferli Haga eru meðal annars Framtakssjóður Íslands, KEA og Auður Capital.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK