Alls var þinglýst 62 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 26. nóvember til og með 2. desember. Þar af var 51 samningur um eignir í fjölbýli, 9 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.465 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24 milljónir króna.
Á sama tíma var 7 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 5 samningar um eignir í fjölbýli, 1 samningur um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 94 milljónir króna og meðalupphæð á samning 14 milljónir króna.
Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 62 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21 milljón króna. Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 3 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 91 milljón króna og meðalupphæð á samning 23 milljónir króna, segir á vef Þjóðskrár.