Langt í að Tékkar taki upp evru

Forsætisráðherra Tékklands Petr Necas
Forsætisráðherra Tékklands Petr Necas Reuters

For­sæt­is­ráðherra Tékk­lands, Petr Necas, sagði í dag að rík­is­stjórn hans myndi ekki fast­setja dag­setn­ingu á upp­töku evru á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili. Því lýk­ur árið 2014. Sagði Necas í sjón­varps­viðtali í dag ekk­ert liggja á í þeim efn­um og ít­rekaði að það væri Tékka að ákveða hvenær þeir myndu sækja um evru. 

„Eng­inn get­ur þvingað okk­ur til þess að taka upp evru," sagði Necas í viðtal­inu og bætti við að það væri póli­tískt og efna­hags­legt glapræði að gera slíkt núna. 

Tékk­land gekk í Evr­ópu­sam­bandið í maí 2004 en meiri­hluti Tékka, 55% sam­kvæmt ný­leg­um skoðana­könn­un­um, er and­víg­ur því að taka upp evru í stað nú­gild­andi gjald­miðils.

Upp­fylla ekki þau skil­yrði sem sett eru fyr­ir upp­töku evru

Necas hef­ur verið for­sæt­is­ráðherra frá því um miðjan júlí og er það yf­ir­lýst stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar að draga veru­lega úr út­gjöld­um hins op­in­bera og er mik­ill niður­skurður boðaður í fjár­lög­um næsta árs. Er þetta gert vegna mik­illa skulda rík­is­sjóðs.

Upp­fyll­ir landið í dag ekki þau skil­yrði sem sett eru fyr­ir upp­töku evru, sam­kvæmt Ma­astricht sam­komu­lag­inu frá 1992.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK