Uppsveifla í Qatar vegna HM

Líkan af einum leikvanganna sem reistir verða í Qatar.
Líkan af einum leikvanganna sem reistir verða í Qatar. FADI AL-ASSAAD

Hlutabréfavísitölur í Qatar hafa hækkað mikið í kjölfar tilkynningar um að Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fari fram í landinu árið 2022. Það verður í fyrsta sinn sem mótið fer fram í Mið-Austurlöndum. Frá þessu er greint á fréttavef Bloomberg.

Hlutabréf í stærsta lánveitanda landsins, Qatar National Bank, hafa ekki verið dýrari í fimm ár. Hlutabréf í stærsta verktakafyrirtæki landsins hafa einnig hækkað töluvert síðustu daga.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur spáð því að hagvöxtur í Qatar verði sá mesti í heiminum í ár. Áformað er að fjöldi hótelherbergja í landinu verði tvöfaldaður, níu knattspyrnuleikvangar verði reistir og að nýtt lestarsamgöngukerfi verið komið á laggirnar fyrir mótið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK