Óeining um efnahagsaðgerðir

Angel Merkel, kanslari Þýskalands
Angel Merkel, kanslari Þýskalands ALEX DOMANSKI

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hef­ur lýst sig and­snúna hug­mynd­um um stækk­un hins 440 millj­arða evra neyðarsjóðs sem komið var á lagg­irn­ar ný­lega til að bjarga þjóðum á evru­svæðinu úr fjár­hags­vand­ræðum. Hún hafn­ar því jafn­framt að Evr­ópu­sam­bandið gefi út „Evr­ópu­skulda­bréf.“

Fjár­málaráðherr­ar evru­ríkj­anna 16 funda í Brus­sel dag vegna ástands­ins, sem farið hef­ur hratt versn­andi und­an­farn­ar vik­ur og mánuði. Merkel fer fyr­ir stærsta hag­kerfi Evr­ópu, og því vega skoðanir henn­ar mjög þungt í umræðunni sem nú á sér stað.

Óein­ing milli yf­ir­valda á evru­svæðinu hef­ur haft nei­kvæð áhrif á fjár­mögn­un­ar­kostnað þeirra landa sem berj­ast nú í bökk­um. Kaup Evr­ópska seðlabank­ans á rík­is­skulda­bréf­um í síðustu viku höfðu þau áhrif að lækka ávöxt­un­ar­kröf­una, en sú lækk­un hef­ur nú að mestu gengið til baka.

Sú hug­mynd hef­ur komið fram að neyðarsjóður Evr­ópu­sam­bands­ins verði stækkaður, en í hon­um eru nú 440 millj­arðar evra. Þá hef­ur það jafn­framt verið lagt til að Evr­ópu­sam­bandið standi sam­eig­in­lega að skulda­bréfa­út­gáfu, sem ætlað er að lækka fjár­mögn­un­ar­kostnað skuld­sett­ustu ríkj­anna.

Frétta­stofa Bloom­berg hef­ur það eft­ir Merkel að hún sjái „ekki nauðsyn þess að stækka sjóðinn eins og stend­ur.“ Sam­eig­in­leg skulda­bréfa­út­gáfa sé jafn­framt ekki leyfi­leg sam­kvæmt lög­um sam­bands­ins, og því tómt mál að tala um hana að svo stöddu. Hún hef­ur sjálf hags­muna að gæta, þar sem hin nýja skulda­bréfa­út­gáfa hefði að lík­ind­um þau áhrif að hækka fjár­mögn­un­ar­kostnað Þjóðverja.

Verði sjón­ar­mið Merkel ofan á á fund­in­um í dag er lík­legt að  Evr­ópski seðlabank­inn telji sig ekki eiga annarra kosta völ en að halda áfram stór­felld­um skulda­bréfa­kaup­um sín­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK