Ísland fór réttu leiðina

Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands
Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands

„Við höfum í raun færst aftur til ársins 2003 hvað lífsgæði varðar,“ er haft eftir Ársæli Valfells í viðtali við vefútgáfu New York Times. Hann segir ungt fólk, sem skuldsetti sig um of, standa verst í dag, en það muni „komast í gegnum þetta.“

Í grein blaðsins segir að Ísland hafi brotist út úr kreppunni á þriðja ársfjórðungi í ár. Þá hafi hagvöxtur mælst í fyrsta sinn frá því kreppan skall á árið 2008.

Ársæll, sem er lektor við Háskóla Íslands, segir þá leið sem farin hafi verið hér á landi geta reynst löndum evrusvæðisins lærdómsrík. „Þetta er rétta leiðin. Ef þú gengur í gegnum bólumyndun í hagkerfinu, og hana þarf að leiðrétta, er ekki rétta leiðin að umbreyta skuldum einkaaðila í opinberar skuldir. Réttara er að endurskipuleggja skuldirnar með hliðsjón af eignum,“ segir hann.

Grein New York Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka