Magma Energy Sweden A. B. hefur reitt af hendi síðustu greiðslu fyrir HS orku, upp á 27 milljónir dollara, eða rúma þrjá milljarða króna, til Geysis Green Energy. Þar með á Magma 98,53% í HS orku.
Í fréttatilkynningu til erlendra miðla segir að Magma hafi tekið skammtímalán fyrir greiðslunni og sé lánið tryggt með ábyrgðarbréfi Magma Energy Corp.