Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, en stýrivextir hafa aldrei verið jafn lágir og nú eða 4,5%. Hann segir að Seðlabankinn hafi stigið mjög myndarlegt skref að þessu sinni og vextir á Íslandi nálgist nú stýrivexti a evru-svæðinu.
Þessi lækkun nú komi fyrirtækjum í landinu vel en enn eigi eftir að taka nokkur skref til viðbótar en það styttist í vaxtamunurinn verði innan við 3% á milli Íslands og evrusvæðisins. Stýrivextir Seðlabanka Evrópu eru nú 1% og hafa verið um langt skeið.