Seðlabankinn lækkar vexti

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri,
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Ernir Eyjólfsson

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka um 0,5 prósentur í 3,5% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum og á lánum gegn veði til sjö daga lækka um 1 prósentu í 4,25% og 4,5%. En þetta eru hinir svo nefndu stýrivextir. Þá lækka daglánavextir um 1,5 prósentur í 5,5%.

Greingardeildir höfðu spáð því að vaxtalækkunin nú yrði á bilinu 0,5-0,75 prósentur.

Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, mun klukkan 11 kynna fyrir blaðamönnun helstu rök peningastefnunefndar fyrir því að lækka vexti nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK