Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka um 0,5 prósentur í 3,5% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum og á lánum gegn veði til sjö daga lækka um 1 prósentu í 4,25% og 4,5%. En þetta eru hinir svo nefndu stýrivextir. Þá lækka daglánavextir um 1,5 prósentur í 5,5%.
Greingardeildir höfðu spáð því að vaxtalækkunin nú yrði á bilinu 0,5-0,75 prósentur.
Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, mun klukkan 11 kynna fyrir blaðamönnun helstu rök peningastefnunefndar fyrir því að lækka vexti nú.