Seðlabankinn lækkar vexti

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri,
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Ernir Eyjólfsson

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að lækka vexti bank­ans. Vext­ir á viðskipta­reikn­ing­um inn­láns­stofn­ana lækka um 0,5 pró­sent­ur í 3,5% og há­marks­vext­ir á 28 daga inn­stæðubréf­um og á lán­um gegn veði til sjö daga lækka um 1 pró­sentu í 4,25% og 4,5%. En þetta eru hinir svo nefndu stýri­vext­ir. Þá lækka dag­lána­vext­ir um 1,5 pró­sent­ur í 5,5%.

Greingar­deild­ir höfðu spáð því að vaxta­lækk­un­in nú yrði á bil­inu 0,5-0,75 pró­sent­ur.

Seðlabanka­stjóri, Már Guðmunds­son, mun klukk­an 11 kynna fyr­ir blaðamönn­un helstu rök pen­inga­stefnu­nefnd­ar fyr­ir því að lækka vexti nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka