Telja að VBS hafi verið ógjaldfær í byrjun 2008

VBS.
VBS.

Slitastjórn VBS telur að bankinn hafi verið ógjaldfær í byrjun árs 2008, 9 mánuðum fyrir hrun og rúmum tveimur árum áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota. Eignir félagsins voru verulega ofmetnar. Fyrsti fundur slitastjórnar með kröfuhöfum var haldinn í morgun.

Þetta kemur fram á vef RÚV.

Langstærsti kröfuhafinn í þrotabúi VBS er Seðlabanki Íslands en kröfur hans í búið hljóða upp á 30 milljarða króna sem eru rúm 60% af heildarkröfum. Alls bárust 276 kröfur í þrotabú VBS upp á samtals um 48 milljarða króna. Eignir félagsins eru nú metnar á 10 milljarða.

Hróbjartur Jónatansson, formaður slitastjórnar VBS, segir í viðtali við RÚV að eignirnar hafi verið færðar niður frá bókfærðu virði um tæpa 42 milljarða króna.

Ernst &Young skoða ýmsa þætti í starfsemi VBS fyrir gjaldþrot. Skoðað er hvort undanskot eigna hafi átt sér stað. Til stendur að rifta viðskiptum VBS upp á rúma sjö milljarða króna.

VBS var úrskurðað gjaldþrota í mars á þessu ári og átti þá ekki fyrir launum starfsfólks. Slitastjórnin hefur óskað sérstaklega eftir því að skoðað verði hvenær félagið varð ógjaldfært.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK