Lán veitt án veða eða veðkrafa lækkuð

Exista fékk lán frá Glitni án þess að veð væri …
Exista fékk lán frá Glitni án þess að veð væri fyrir því. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Umtalsverður fjöldi lána, sem Glitnir veitti íslenskum fyrirtækjum, eða erlendum fyrirtækjum tengdum Íslendingum, var annað hvort veittur án þess að veð væri fyrir þeim. Þá var krafa um veðhlutfall lækkuð í öðrum tilfellum.

Í skýrslu, sem unnin var fyrir sérstakan saksóknara, eru nefnd sem dæmi 41,4 milljóna evra lán til Samskipa árið 2006 og fjögur lán sem veitt voru árið 2007. Þau voru 21 milljóna punda lán til Björgólfs Guðmundssonar, 50 milljóna evra lánalína til Existu, 10 milljóna dala lán til Leitars ehf. sem keypti lungann af hlutafé Atlantis Group og 34,6 milljóna evra lán til Financiére de Kiel SAS, sem er tengt Icelandic Group.

Er lögð á það áhersla í skýrslunni að veð séu sérstaklega mikilvæg þegar einstaklingar eða eignarhaldsfélög, eins og Exista, Financiére de Kiel eða Leitar, fá lán.

Ákvæðum um veð breytt eftir á

Þá eru nefnd dæmi þar sem upphaflegum lánasamningum var breytt á þá lund að veð, sem áður var fyrir láninu er það ekki lengur eða að veð er lækkað. Eins og gefur að skilja auka slíkar breytingar áhættu bankans.

Exista fékk árið 2005 lán upp á tvo milljarða króna. Upphaflega hafði Glitnir veð í hlutabréfum í Bakkavör Group og Kaupþingi, en í ágúst 2007 var sú grein lánasamningsins strokuð út og í staðinn sett skilyrði um eiginfjárhlutfall.

Geysir Green Energy fékk 12,5 milljarða króna lánalínu í júlí 2008, sem var stækkuð í 17,9 milljarða mánuði síðar. Ákvæði um veð í olíufyrirtæki var strokað út úr samningnum í september 2008.

Gnúpur fjárfestingarfélag fékk 18 milljarða króna lán í apríl 2007, en lágmarksvirði veðsins var lækkað með breytingu á lánasamningnum í nóvember sama ár.

Sérstaka athygli vekur að í skýrslunni segir  að í þeim tilvikum, sem skoðuð voru af skýrsluhöfundum, sé hvergi að finna dæmi þess að Glitnir hafi gert veðkall hjá skuldara þegar virði veðs var komið undir ákveðin mörk.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK