Lenging lána í stað eðlilegra afskrifta

mbl.is/Frikki

Sú framkvæmd Glitnis að lengja í lánum, sem óvissa var um með endurgreiðslu, kann að skýra það hvernig Glitnir gat fært í bækur sínar jafn mikinn vaxtamun og raun bar vitni. Þetta kemur fram í skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Cofisys vann fyrir sérstakan saksóknara.

Í skýrslunni segir að með því að lengja í lánum hafi banki og lántakandi með brögðum komið í veg fyrir að greiðslufall yrði á lánunum. Við greiðslufall hefði bankinn þurft að afskrifa lánið að hluta og lántakinn hefði lent í alvarlegum vanda sjálfur. Þá segir í skýrslunni í þessum tilvikum hafi ákvæðum lánasamnings um veðköll ekki verið framfylgt. Í sumum tilfellum þar sem lengt var í lánasamningi var lánið greitt á endanum, en í öðrum hefur lántaki orðið gjaldþrota eða ekki er að finna upplýsingar um greiðslu lánsins.

Hækkar vaxtamuninn

Björgólfur Guðmundsson fékk 21 milljóna punda lán hjá Glitni í maí 2007 og átti að greiða það til baka í júlí sama ár. Ítrekað var lengt í láninu þar til gjalddagi var kominn á ágúst 2008. Björgólfur varð gjaldþrota árið 2009 og lánið hefur ekki verið greitt.

Um 2,3 milljarða króna lán til Fjárfestingarfélagsins Máttar átti að greiða í maí 2008, en greiðsludegi var frestað til nóvember sama ár, en ekki er að finna upplýsingar um hvort lánið hafi verið greitt.

Þá var lengt í 10 milljarða króna láni til Geysis Green Energy, 41,4 milljóna evra láni til Samskipa og 3,5 milljarða króna láni til Fjárfestingarfélagsins Klaka, en lánin hafa síðan verið greidd.

Venjuleg vinnubrögð hjá Glitni við slíka lengingu lána var að hækka vexti á láninu og/eða að bókfæra gjöld vegna samningagerðar. Þetta leiðir til þess að bókfærðar vaxta- og þjónustutekjur aukast en eru svo afskrifaðar af því að lántaki getur ekki greitt. Þetta geti að hluta skýrt háan vaxtamun hjá Glitni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka