Pundið mun styrkjast verulega

Sterlingspundið á mikið inni samkvæmt Barclays-banka.
Sterlingspundið á mikið inni samkvæmt Barclays-banka. Reuters

Gengi sterl­ings­punds­ins er of lágt og það mun styrkj­ast veru­lega gagn­vart Banda­ríkja­dal á næsta ári.  Þetta er spá verðbréfa­sviðs breska bank­ans Barclays. Sér­fræðing­ar bank­ans telja að ef rík­is­stjórn Dav­id Ca­meron, leiðtoga Íhalds­flokks­ins, nái sett­um mark­miðum í aðhaldi í rík­is­rekstri muni það leiða til veru­legr­ar styrk­ing­ar á gengi punds­ins.

Sterl­ings­pundið hef­ur lækkað mikið gagn­vart helstu gjald­miðlum frá því að fjár­málakrepp­an skall á með full­um þunga haustið 2008. En að mati sér­fræðinga Barclays er viðsnún­ing­ur framund­an. Sam­kvæmt þeim mun pundið vera 1,82 gagn­vart Banda­ríkja­dal við lok næsta árs. Gengið í dag er um 1,58.

Sér­fræðing­ar Barclays telja einnig að gengi evr­unn­ar muni styrkj­ast gagn­vart daln­um þrátt fyr­ir að áhrifa skuldakrepp­unn­ar á evru­svæðinu muni enn gæta á næsta ári. Þeir spá að evr­an fari í 1,42 á næsta ári en gengi henn­ar gagn­vart daln­um er nú 1,32. For­send­an fyr­ir þess­ari spá er að spænsk stjórn­völd lendi ekki í meiri­hátt­ar vand­ræðum með end­ur­fjármögn­un rík­is­skulda sinna á næsta ári.

Vext­ir verða áfram í sögu­legu lág­marki í Banda­ríkj­un­um og það mun halda niðri gengi dals­ins gagn­vart helstu gjald­miðlum að mati Barclays. Sér­fræðing­ar bank­ans segja að lágt gegni dals­ins muni halda uppi heims­markaðsverði á olíu og leiða til þess að fjár­fest­ar kjósi frek­ar að kaupa evr­ur, sterl­ings­pund, sviss­neska franka og gjald­miðla Norður­land­anna á kostnað dals­ins.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK