Pundið mun styrkjast verulega

Sterlingspundið á mikið inni samkvæmt Barclays-banka.
Sterlingspundið á mikið inni samkvæmt Barclays-banka. Reuters

Gengi sterlingspundsins er of lágt og það mun styrkjast verulega gagnvart Bandaríkjadal á næsta ári.  Þetta er spá verðbréfasviðs breska bankans Barclays. Sérfræðingar bankans telja að ef ríkisstjórn David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, nái settum markmiðum í aðhaldi í ríkisrekstri muni það leiða til verulegrar styrkingar á gengi pundsins.

Sterlingspundið hefur lækkað mikið gagnvart helstu gjaldmiðlum frá því að fjármálakreppan skall á með fullum þunga haustið 2008. En að mati sérfræðinga Barclays er viðsnúningur framundan. Samkvæmt þeim mun pundið vera 1,82 gagnvart Bandaríkjadal við lok næsta árs. Gengið í dag er um 1,58.

Sérfræðingar Barclays telja einnig að gengi evrunnar muni styrkjast gagnvart dalnum þrátt fyrir að áhrifa skuldakreppunnar á evrusvæðinu muni enn gæta á næsta ári. Þeir spá að evran fari í 1,42 á næsta ári en gengi hennar gagnvart dalnum er nú 1,32. Forsendan fyrir þessari spá er að spænsk stjórnvöld lendi ekki í meiriháttar vandræðum með endurfjármögnun ríkisskulda sinna á næsta ári.

Vextir verða áfram í sögulegu lágmarki í Bandaríkjunum og það mun halda niðri gengi dalsins gagnvart helstu gjaldmiðlum að mati Barclays. Sérfræðingar bankans segja að lágt gegni dalsins muni halda uppi heimsmarkaðsverði á olíu og leiða til þess að fjárfestar kjósi frekar að kaupa evrur, sterlingspund, svissneska franka og gjaldmiðla Norðurlandanna á kostnað dalsins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK