Hollenski hagfræðingurinn Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citi-bankans, segir að þörf sé á neyðarsjóði upp á 2.000 milljarða evra, til að bjarga evrunni og jafnvel Evrópusambandinu í heild.
Buiter, sem skrifaði sem kunnugt er svarta skýrslu um íslenskt efnahagslíf fyrir Landsbankann vorið 2008, segir í grein á vef Wall Street Journal að helmingur þessara 2.000 milljarða þyrfti að vera tiltækur strax. Núverandi neyðarsjóður stendur í 860 milljörðum.
Buiter segir þó að evruríkin geti ekki reitt fram 1.000 milljarða evra fyrirvaralaust. Því þurfi að koma til kasta Evrópubankans.