Segir þörf á 2.000 milljörðum evra

Willem Buiter.
Willem Buiter. mbl.is/Árni Sæberg

Hollenski hagfræðingurinn Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citi-bankans, segir að þörf sé á neyðarsjóði upp á 2.000 milljarða evra, til að bjarga evrunni og jafnvel Evrópusambandinu í heild.

Buiter, sem skrifaði sem kunnugt er svarta skýrslu um íslenskt efnahagslíf fyrir Landsbankann vorið 2008, segir í grein á vef Wall Street Journal að helmingur þessara 2.000 milljarða þyrfti að vera tiltækur strax. Núverandi neyðarsjóður stendur í 860 milljörðum.

Buiter segir þó að evruríkin geti ekki reitt fram 1.000 milljarða evra fyrirvaralaust. Því þurfi að koma til kasta Evrópubankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK