Embætti sérstaks saksóknara hefur hafið sakamálarannsókn á störfum endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers á Íslandi og er rannsóknin á frumstigi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Þar segir að skv. heimildum hafi embættið hafið opinbera rannsókn á störfum PwC á Íslandi. Meðal þess sem sé verið að kanna séu grunsemdir um brot á lögum um endurskoðendur og lögum um ársreikninga og lögum um bókhald.