Höfðar líklega skaðabótamál

Jón Sigurðsson, fyrrum forstjóri FL Group, Jón Ásgeir Jóhannesson og …
Jón Sigurðsson, fyrrum forstjóri FL Group, Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson ... mbl.is/Golli

Jón Ásgeir Jóhannesson gerir ráð fyrir að höfða skaðabótamál gegn slitastjórn Glitnis vegna máls sem slitastjórnin höfðaði gegn honum, viðskiptafélögum hans og fleirum fyrir dómstóli í New York. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Viðskiptablaðið hefur eftir Jóni Ásgeiri að frávísun málsins hafi ekki komið honum á óvart. Það hefði verið augljóst að málið ætti ekki heima í New York. Jón Ásgeir fullyrðir að slitastjórnin hafi nú kastað þremur milljörðum á glæ. "Ég geri ráð fyrir að við munum fara í skaðabótamál vegna þessa,“ sagði Jón Ásgeir, að því er segir á vb.is.

Á vef Ríkisútvarpsins er haft eftir Pálma Haraldssyni, sem slitastjórnin stefndi einnig fyrir dóm í New York, að kostnaður slitastjórnarinnar vegna málsins væri nálægt tveimur milljörðum króna. Málið hafi valdið honum gríðarlegu andlegu og fjárhagslegu tjóni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK