Ýmsir möguleikar í Glitnismáli

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Mál­um slita­stjórn­ar Glitn­is gegn Pálma Har­alds­syni, Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni, Þor­steini Jóns­syni, Ingi­björgu Pálma­dótt­ur, Jóni Sig­urðssyni, Hann­esi Smára­syni, Lár­usi Weld­ing og PwC á Íslandi hef­ur verið vísað frá dómi af dóm­stóli í New York. Seg­ir í úr­sk­urði dóm­ara að dóm­stóll­inn hafi ekki lög­sögu í mál­inu vegna þess að bæði stefn­andi og stefndu séu ís­lensk.

Stein­unn Guðbjarts­dótt­ir, formaður slita­stjórn­ar, seg­ir að dóm­ar­inn hafi sett tvö skil­yrði fyr­ir því að mál­inu yrði vísað frá. „Í fyrsta lagi þurfa stefndu að lýsa því yfir fyr­ir dómi að þau muni ekki mót­mæla lög­sögu ís­lensks dóm­stóls í mál­inu. Í öðru lagi þurfa þau að lýsa því yfir að þau muni ekki mót­mæla því að dóm­ur, sem fell­ur á Íslandi, sé aðfar­ar­hæf­ur í New York.“

Stein­unn seg­ir að niðurstaða dóms­ins sé ákveðin von­brigði. „Það er hins veg­ar eðli dóms­mála að stund­um vinn­ur maður og stund­um ekki. Næst á dag­skrá hjá okk­ur verður að leggj­ast yfir málið að nýju og ákveða næstu skref. Við búum nú yfir meiri upp­lýs­ing­um en áður og ýms­ir mögu­leik­ar eru okk­ur opn­ir.“ Stein­unn seg­ir að ekki hafi verið tek­in ákvörðun um það hvort úr­sk­urði dóms­ins verði áfrýjað.

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis.
Stein­unn Guðbjarts­dótt­ir, formaður slita­stjórn­ar Glitn­is. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK