Eigið fé Evrópska seðlabankans styrkt

Evrópski seðlabankinn þarf aukið eigið fé.
Evrópski seðlabankinn þarf aukið eigið fé. Reuter

Eigið fé Evrópska seðlabankans verður styrkt um fimm milljarða evra og þar með verður það 10,76 milljarðar evra. Er þetta gert til þess að verja eigið fé fyrir tapi vegna kaupa bankans á ríkisskuldabréfum Portúgals og Írlands. Sem kunnugt er þá hefur verð þessara bréfa fallið mikið að undanförnu vegna efasemda fjárfesta um sjálfbærni skulda þessara ríkja.

Eins og fram kemur í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar þá bendir þessi styrking eiginfjárstöðu Evrópska seðlabankans til þess að nýleg kaup hans á ríkisskuldabréfum verst stöddu evruríkjanna séu farin að þrengja efnahagsreikning bankans með markverðum hætti. Bankinn hefur nú keypt slík fyrir um 72 milljarða evra og telja margir að ganga eigi enn lengra í þeim efnum í þeirri von að það leiði til þess að áhættuálagið á verst stöddu evruríkin lækki til frambúðar.

Það eru seðlabankarnir sextán sem tilheyra evrusvæðinu sem leggja fram aukið eigið fé ásamt seðlabönkum aðildarríkja Evrópusambandsins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka