Samkomulag um skuldavanda lítilla fyrirtækja

Vilmundur Jósefsson.
Vilmundur Jósefsson. Sverrir Vilhelmsson

Sam­komu­lag um leiðir við úr­vinnslu skulda­mála lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja var kynnt á fundi í dag, en skrifað var und­ir sam­komu­lagið fyrr í vik­unni. Sam­komu­lagið fel­ur í sér að úr­vinnslu skulda­mála lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja verði hraðað veru­lega. Stefnt er að því að fyr­ir 1. júní 2011 hafi fjár­mála­fyr­ir­tæki lokið skoðun á fjár­hags­stöðu þess­ara fyr­ir­tækja og gert líf­væn­leg­um fyr­ir­tækj­um sem eru í fjár­hags­vanda til­boð um úr­vinnslu skulda þeirra.

Miðað er við að heild­ar­skuld­setn­ing fyr­ir­tæk­is að lok­inni úr­vinnslu fari ekki fram úr end­ur­metnu eigna- eða rekstr­ar­virði þess, hvoru sem er hærra, að viðbættu virði annarra trygg­inga og ábyrgða fyr­ir skuld­um viðkom­andi fyr­ir­tæk­is. Ríf­lega 90% allra ís­lenskra fyr­ir­tækja eru lít­il eða meðal­stór og má ætla að fjöldi þeirra sé á þriðja tug þúsunda.

Vil­mund­ur Jós­efs­son, formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, skrifaði und­ir sam­kom­lagið fyr­ir hönd Sam­taka at­vinnu­lífs­ins seg­ir að ef vel tak­ist til megi minnka at­vinnu­leysi þar sem fyr­ir­tæki geti farið að fjár­festa á ný og ráða fólk í vinnu.

Guðjón Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja seg­ir að sam­komu­lagið ætti að hraða þeirri vinnu sem þegar sé haf­in í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja. Verk­efnið sé um­fangs­mikið og mik­ill fjöldi starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja um land allt komi að þess­ari vinnu. Hann sagði hins veg­ar að verk­efnið væri vel viðráðan­legt enda hafi mik­il reynsla við úr­vinnslu skulda­vanda safn­ast upp í fjár­mála­kerf­inu á síðustu miss­er­um.

Að sam­komu­lag­inu standa efna­hags- og viðskiptaráðuneytið, Fé­lag at­vinnu­rek­enda, fjár­málaráðuneytið, Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja og Viðskiptaráð Íslands.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK