Rýrnun krónunnar 99,95% á 90 árum

Krónan hefur rýrnarð um 99,95% á níutíu árum
Krónan hefur rýrnarð um 99,95% á níutíu árum Árni Sæberg

Fram til árs­ins 1920 var ís­lenska krón­an á pari við dönsku krón­una en á því ári var ákveðið að skrá gengi henn­ar sér­stak­lega. Gengi dönsku krón­unn­ar er nú um 20 ís­lensk­ar krón­ur.

Ef tekið er til­lit til mynt­breyt­ing­ar­inn­ar árið 1981 er gengi dönsku krón­unn­ar u.þ.b. 2.000 gaml­ar ís­lensk­ar krón­ur. Verðgildi krón­unn­ar gagn­vart hinni dönsku er því aðeins 0,05% af því sem það var árið 1920, sem jafn­gild­ir rýrn­un um 99,95% á þessu 90 ára tíma­bili. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands.

Kaup­mátt­ur krón­unn­ar gagn­vart neyslu­vör­um og þjón­ustu hef­ur rýrnað enn meir. Miðað við vísi­tölu neyslu­verðs í heild (VNV) nam virði hverr­ar krónu í júní árið 1944 7.147 göml­um krón­um (71,47 nýkrón­um) í ág­úst sl.

Ef miðað er við VNV án hús­næðis er hlut­fallið hins veg­ar 10.337 gaml­ar krón­ur (103,37 nýkrón­ur) sem jafn­gild­ir því að verðgildi krón­unn­ar hafi rýrnað um 99,99%.

Saga pen­inga­stefnu og gjald­miðlamála á Íslandi er því þyrn­um stráð allt frá upp­hafi, óháð því hvernig geng­is- og pen­inga­stefn­an hef­ur verið út­færð, seg­ir í nýrri skýrslu sem Seðlabank­inn hef­ur unnið og skilað til efna­hags- og viðskiptaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK