Ekki hafa verið miklar breytingar á olíuverði í viðskiptum í Asíu í nótt og morgun. Hins vegar vænta fjárfestar þess að eftirspurn verði óvenjumikil um hátíðarnar vegna þess mikla kulda sem ríkir víða í Evrópu og Bandaríkjunum þessa dagana.
Í New York hækkaði verð á hráolíu til afhendingar í febrúar um 13 sent og er 89,50 dalir tunnan.
Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í febrúar lækkað um 6 sent og er 92,68 dali tunnan.