Landsbankinn sýknaður af 730 milljóna kröfu

Nýi Lands­bank­inn hef­ur verið sýknaður af um 730 millj­óna króna kröfu sænska bank­ans Hand­els­ban­ken, en dóm­ur þess efn­is féll í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag.

Árið 2003 gekkst sænski bank­inn í ábyrgð fyr­ir leigu­greiðslum Baugs Group vegna versl­un­ar­hús­næðis í Stokk­hólmi. Ábyrgðin var til fimm ára og veitti Lands­bank­inn fulla ba­ká­byrgð fyr­ir greiðsl­un­um. Þegar Fjár­mála­eft­ir­litið tók Lands­bank­ann yfir þann 7. októ­ber 2008 var óljóst hvort ábyrgðin myndi verða eft­ir í gamla bank­an­um eða flytj­ast yfir í þann nýja og voru skila­boð frá nýj­um stjórn­end­um Lands­bank­ans mis­vís­andi.

Hand­els­ban­ken fékk þannig yf­ir­lýs­ingu þann 14. októ­ber 2008 þar sem staðfest var að nýi bank­inn hefði tekið yfir ábyrgðina í sam­ræmi við ákvörðun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins frá 9. októ­ber um skipt­ingu eigna og skulda milli gamla og nýja bank­ans. Seg­ir þar að nýi bank­inn taki ekki ábyrgðir vegna fyr­ir­tækja í greiðslu­stöðvun, und­ir nauðasamn­ingi eða gjaldþrota­skipt­um.

Yf­ir­lýs­ing skapaði ekki rétt

Í dómn­um seg­ir að í ljósi nýrra upp­lýs­inga og breyttra for­sendna, sem komið hafi fram við skoðun á mál­efn­um Lands­bank­ans, hafi FME þann 19. októ­ber gert breyt­ing­ar á fyrri ákvörðun sinni, þar sem sagt var að sér­stak­lega til­greind­ar ábyrgðir skyldu ekki flytj­ast yfir í nýja bank­ann. Var þar opnað á heim­ild til að skilja eft­ir ábyrgðir sem voru í tapsáhættu eða ábyrgðir sem myndu kalla á mikið flæði af er­lend­um gjald­eyri, svo dæmi séu nefnd. Hin breytta ákvörðun var aft­ur­virk og tók gildi þann 9. októ­ber, eins og sú fyrri.

Fékk Hand­els­ban­ken skeyti þess efn­is þann 3. fe­brú­ar 2009 að þrátt fyr­ir fyrri yf­ir­lýs­ingu um yf­ir­töku ábyrgðar­inn­ar sé hún skuld­bind­ing gamla bank­ans en ekki þess nýja. Á þeim tíma var Baug­ur Group kom­inn í þrot.

Seg­ir í dómi Héraðsdóms að yf­ir­lýs­ing Lands­bank­ans til Hand­els­ban­ken þann 13. októ­ber um yf­ir­töku ábyrgðar­inn­ar verið röng og ekki í sam­ræmi við fyr­ir­mæli FME. Því hafi hún ekki ein og sér skapað sænska bank­an­um neinn rétt. Af þeim sök­um var nýi bank­inn sýknaður vegna aðild­ar­skorts, en dóm­ur­inn taldi hins veg­ar rétt að hvor aðili bæri sinn kostnað af mál­inu.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK